
Þjónusta í boði
Sálfræðingar Kvíðaklíníkurinnar bjóða upp á meðferð sem byggir á traustum grunni rannsókna í klínískri sálfræði. Til að ná sem bestum árangri er mikil áhersla lögð á að sérsníða meðferðina að þörfum skjólstæðingsins.

OCD meðferð
Á Kvíðaklíníkinni er boðið upp meðferð við þráhyggju og árátturöskun (OCD). Meðferðin er byggð á nýjustu rannsóknum á OCD og er í höndum sálfræðinga með sérþjálfun í meðferð OCD. Hægt að koma í einstaklingsmeðferð sem fer fram í vikulegum viðtölum en einnig er í boði lotumeðferð þar sem meðferðin fer öll fram á einni viku (Bergenska 4 daga meðferðin). Til að fá nánari upplýsingar um OCD meðferðina hjá okkur má senda póst á kvidaklinikin@kvidaklinikin.is

Námskeið
Ýmis námskeið verða á döfinni hjá okkur í vetur. Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að fylgjast með dagskránni.

OCD stuðningshópur
Stuðningshópur fyrir fólk með OCD er í boði á Kvíðaklíníkinni. Sálfræðingur leiðir hópinn. Markmiðið að fólk með OCD geti komið og fengið stuðning og ráð hvort frá öðru. Fundir eru á 6 vikna fresti á miðvikudegi kl. 17:00 - 18:00 og er þátttökugjald 2.000 kr. skiptið.
Áhugasamir geta sent póst á olafia@kvidaklinikin.is