top of page

Félagskvíði (social anxiety)

  • Kvíðaklíníkin
  • Aug 20, 2024
  • 2 min read

Updated: Sep 7, 2024


Kvíði félagsfælni félagskvíði

Félagskvíði (Social anxiety disorder) eða félagsfælni er algengt en hamlandi kvíðavandamál sem einkennist fyrst og fremst af ótta um neikvætt álit annarra. Þessi vandi birtist fyrst og fremst í aðstæðum þar sem fólk þarf að eiga í samskiptum eða þegar athygli beinist að þeim. Hér að neðan má fræðast um helstu einkennin: 


  • Félagskvíði er algengasta kvíðaröskunin – en um 7 - 12% fólks greinist með vandann á lífsleið sinni (þetta samsvarar 15 milljónum Bandaríkjamanna og 40 þúsundum Íslendinga!).

  • Kjarninn í félagskvíða er alltaf óttinn við neikvætt álit annarra.

  • Félagskvíði er jafn algengur meðal kvenna og karla og byrjar yfirleitt að verða að vandamáli um unglingsaldur.

  • Það finna flestir fyrir einhverjum félagskvíða – hóflegur félagskvíði getur meira að segja verið gagnlegur. Þegar hann byrjar að ræsast í tíma og ótíma og stjórna því hvernig lífi við lifum, verður hann að vandamáli.

  • Félagskvíði getur orðið að umtalsverðu vandamáli ef ekkert er aðhafst, valdið fólki mikilli vanlíðan, haft áhrif á getu þess til að stunda atvinnu og nám en ekki síður á samskipti og tengsl.

  • Félagskvíði getur verið afmarkaður og einungis truflað á ákveðnu sviði (til dæmis bara í fyrirlestrum, bara þegar ég svitna) eða mjög almennur.

  • Kvíðinn er ekki eina tilfinningin sem fólk upplifir í þessum vanda, heldur einnig skömm, reiði, depurð, vonleysi og jafnvel þreyta.

  • Ýmsir þættir geta orðið til þess að félagskvíði þróast. Erfðir spila þar þátt en líka umhverfið. Til dæmis getur kvíði foreldra haft áhrif á uppeldisaðferðir þeirra en einnig getur haft áhrif hvernig foreldrar bregðast við kvíða barna sinna óháð því hvort þau séu sjálf kvíðin eða ekki. Einnig er getur erfið lífreynsla og áföll haft áhrif á það hvort félagskvíði þróast, svo sem einelti, vanræksla eða mikil gagnrýni.

  • Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem leitar sér aðstoðar við félagskvíða hefur verið að glíma við vandann að meðaltali í 10 ár áður en það leitar sér aðstoðar.

  • Ef ekki er gripið inn í félagskvíðavanda hefur hann tilhneigingu til að versna með árunum.

  • Markmið í meðferð er ekki að losna alveg við félagskvíðann – heldur að læra að lifa lífi sem stýrist ekki af honum.

  • Félagskvíðavandinn hefur ekkert með okkur sem manneskjur að gera. Félagskvíði er vítahringur sem við festumst í, og getum lært að komast út úr

  • Hugræn atferlismeðferð virðist skila mestum árangri við félagskvíðavanda, en sú meðferð getur tekið allt að 12 - 20 vikur. 

  • Meðfylgjandi myndband gefur einnig góða útskýringu á félagskvíðavanda:

    https://www.youtube.com/watch?v=QLjPrNe63kk&t=297s

 
 
Kvíðaklíníkin

Kennitala: 660324-1270

Mörkinni 3, 108 Reykjavík

Tölvupóstur: kvidaklinikin@kvidaklinikin.is

Kvíðaklíníkin á samfélagsmiðlum
  • TikTok
  • Facebook Kvíðaklínikin
  • Instagram Kvíðaklínikin

© 2024 Kvíðaklíníkin ehf.

bottom of page