top of page

Heilsukvíði (Health anxiety) og meðferð við heilsukvíða

  • oswelcell
  • Sep 5, 2024
  • 2 min read

Updated: Oct 7, 2024


health anxiety kvíði heilsukvíði

Það er eðlilegt og algengt að fólk hafi áhyggjur af eigin heilsu. Í flestum tilfellum er þetta jákvætt og stuðlar að því að við hugsum um heilsuna og bregðumst við sé þörf á því, til dæmis að leita til læknis. Þegar fólk er að glíma við heilsukvíða (Health anxiety) er aftur á móti um annað að ræða.


Hvað er heilsukvíði?

Heilsukvíði einkennist af miklum ótta við að vera haldinn, eða veikjast, af alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisskoðana og rannsókna bendi til að fólk sé heilbrigt. Umtalsverður tími fólks fer í að hafa áhyggjur af heilsunni og að fylgjast grannt með einkennum eða líkamsbreytingum sem túlkuð eru til marks um veikindi. Þessi mikli fókus á líkamleg einkenni veldur því að fólk upplifir einkennin sterkar en það myndi annars gera og því er ekki hægt að segja að fólk sé að ímynda sér þessi einkenni, upplifunin er raunveruleg. En vegna þess að upplifunin er ekki í takt við skoðun læknis og rannsóknir og fólk fær aftur og aftur þau skilaboð að ekkert sé að þá líður fólki með heilsukvíða oft eins og enginn taki mark á þeim. Þetta getur valdið mikilli vanlíðan og auknum áhyggjum um að eitthvað hljóti að vera að fyrst að engin skýring finnst á þeirra upplifun.

Margir sem eru með heilsukvíða leita mikið í hughreystingu frá öðrum og sumir leita oft til læknis. Aðrir forðast í lengstu löð að fara til læknis af ótta við að fá slæmar fréttir. Birtingarmyndir heilsukvíða geta því verið ólíkar og einstaklingsbundnar.


Meðferð við heilsukvíða

Meðferð við heilsukvíða getur skilað góðum árangri ef hún er markviss og sérsniðin að þörfum einstaklingsins. Sem dæmi um æfingu sem gerð er í meðferð við heilsukvíða er að æfa sig í að skoða markvisst aðrar skýringar á einkennum sem maður finnur fyrir. Einstaklingur sem glímir oft við magaverki gæti túlkað þann verk sem eitthvað alvarlegt eins og krabbamein. Þá getur verið gott að skoða allar mögulegar skýringar til að opna á þá hugmynd að eitthvað annað geti skýrt einkennin heldur en til dæmis krabbamein. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig þetta er gert.


Heilsukvíði  sálfræðimeðferð health anxiety treatment

 
 
Kvíðaklíníkin

Kennitala: 660324-1270

Mörkinni 3, 108 Reykjavík

Tölvupóstur: kvidaklinikin@kvidaklinikin.is

Kvíðaklíníkin á samfélagsmiðlum
  • TikTok
  • Facebook Kvíðaklínikin
  • Instagram Kvíðaklínikin

© 2024 Kvíðaklíníkin ehf.

bottom of page